Lýsing
Veiðihúsið Hálsakot er nýtt og stórglæsilegt gistihús staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Um er að ræða þjónustuhús með stórri stofu með arin, gervihnattasjónvarpi og frábæru útsýni til Dyrfjalla, stóru eldhúsi búnu öllum helstu tækjum, salerni, stórri geymslu og upphituðu herbergi sem kjörið er til að geyma útifatnað. Sex tveggja manna herbergi hvert með sér baðherbergi eru svo í minni húsum samtengd þjónustuhúsi með viðarpalli. Húsið hentar einstaklega vel til fundahalda í sveitasælunni skammt frá Egilsstöðum sem og fyrir fjölskyldur og aðra hópa að njóta samveru í fallegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Setja inn umsögn