Lýsing
Hlýleg íbúð með tveimur tveggja manna herbergjum í fallega endurgerðu gömlu húsi. Staðsetning hússins og útsýnið yfir höfnina er einstakt. Íbúðin er með sérinngangi og er á efri hæð hússins, nema annað svefnherbergið, sem er á neðri hæð.
Fullbúið eldhús, þægileg stofa og borðstofa, baðherbergi með sturtu. Frír aðgangur að þráðlausu neti.
Húsið var byggt árið 1944 af grundfirskum skipstjóra og var eitt stærsta hús þorpsins á sínum tíma.
Falleg hönnun og allur aðbúnaður hinn besti.
Eigðu heima á Bjargi meðan þú dvelur á Snæfellsnesi.
Setja inn umsögn