Um okkur
Gista.is hefur það að markmiði að auðvelda íslendingum sem ferðast innanlands að finna og bóka hentunga gistingu.
Heimasíðan er í senn upplýsingaveita, leitarvél og lifandi skrá yfir alla helstu gistimöguleika landsins, hönnuð með það að leiðarljósi að allar upplýsingar séu aðgengilegar og auðfundnar. Vefsíðan einfaldar til muna leit að gistingu við hæfi og auðveldar samskipti milli notenda og gististaða.
Þegar gisting er skráð er útbúin upplýsingasíða með greinagóðri lýsingu, notkunarmöguleikum, korti af staðsetningu, ljósmyndum og upplýsingum til að hafa samband. Lögð er áhersla á að koma á framfæri sérstöðu hverrar gistingar og þeim möguleikum sem aðstaðan hefur upp á að bjóða.
Á upplýsingasíðunni er einnig fyrirspurnarkerfi þar sem hægt er að senda fyrirspurnir beint til þeirra sem sjá um gistinguna.
Ef þörf er á getum við komið á staðinn og tekið vandaðar ljósmyndir eða myndbönd af staðnum.
Markmið vefsíðunnar er tvíþætt, að bæta aðgengi notenda að upplýsingum um gistingu sem og að auka útleigu þeirra. Okkur berast fjöldi fyrirspurna á hverjum degi um aðstöðu bæði í gegnum síma og tölvupóst. Vefurinn er reglulega auglýstur í úvarpi og er ofarlega á leitarvélum og áberandi á samfélagsmiðlum.
Ef þú þarft að koma þinni gistingu á framfæri og auka útleigu þeirra þá getur okkar þjónusta komið þér að góðum notum. Við getum einnig aðstoðað þig við að draga fram sérstöðu staðarins og komið með hugmyndir um notkun hennar og framsetningu.
Til að skrá nýja gistingu í þjónustu gista.is vinsamlega hafið samband í síma 691-2225 eða sendið okkur póst á skraning@gista.is