Lýsing
Til leigu 64 fermetra sumarhúsu á suðurland, suðrhluta Íslands. Í kringum það er um 100 fermetra pallur með heitum 6 manna rafmagnspotti. Húsið er um 170 km frá Keflavíkurflugvelli og var byggt af fjölskyldunni 2007 til 2009. Í húsinu eru 3 svefnherberg,eldhús,stofa og baðherbergi. 2 herbergi er með hjónarúmi og 1 herbergið er með kojum.Rúmar það vel sex manns. Húsið stendur hátt í landi og útsýni er mikið. Stutt er í alla þjónustu eða um 18 km, markaðir,sundlaugar,golfvöllur,hestaleiga og fl. Einnig er staðsetning frábær fyrir þá sem una náttúru og fjallaferðum. Stutt er í margar helstu náttúruperlur Íslands, má segja að hægt sé að sjá alla helstu staði suður og suðausturlands í dags ferðum eða minna. Þar má nefna: Vestmannaeyjar,Skógafoss,Seljalandsfoss,Þórsmörk,Eyjafjallajölkull,Jökulsárlón,Búrfell, Hekla ,Gullfoss og Geysi svo eitthvað sé nefnt.
Öll helst tæki eru til staðar DVDspilari,Geislaspilari,Sjónvarp og fl. Góður flötur er til leikja einnig er trampolin.
Þetta er hús með góða sál og hentar fólki sem vill njóta alls þess sem Ísland hefur uppá að bjóða.
Ath Leigist helst fjölskyldufólki. Allar skemmdir eru greiddar af leigutaka.
Setja inn umsögn