Lýsing
Torg Guesthouse er fallegt og vinalegt íbúðarhótel með einstaka staðsetningu í "miðju miðjunnar" á Ráðhústorgi á Akureyri. Útsýnið er því alltaf í beinum tengslum við líf og menningu miðbæjarins. Öll rúm og lín eru frá Svefn & Heilsu og í íbúðum eru eingöngu hágæða svefnsófar frá LÚR. Öll gistirýmin okkar bjóða uppá ný 32" til 50" SAMSUNG snjallsjónvörp. Allir aðalveitingastaðir, kaffihús, verslanir og menningarstaðir eru í fárra mínútna göngufæri og einnig er örstutt sundlaugina og Lystigarðinn.
Gistimöguleikar:
-Fimm tveggja manna eða eins manns herbergi sem eru öll með sérbaðherbergi
-Tvær eins svefnherbergja íbúðir fyrir allt að fjóra gesti með fullbúnu eldhúsi og sér baðherbergi
-Ein tveggja svefnherbergja íbúð fyrir allt að sex gesti með fullbúnu eldhúsi og sér baðherbergi
Gæludýr eru ekki leyfð. Ekki er lyfta í húsinu.
Setja inn umsögn