Lýsing
Tjaldsvæðið á Varmalandi er í útjaðri þéttbýlisins í kringum jarðhitasvæðið Stafholtstungur. Í Varmalandi er íþróttamiðstöð sem er opin frá seinni hluta júní til miðjan ágúst en þar er sundlaug sem er vel nýtt af gestum tjaldsvæðisins. Tjaldsvæðið er stórt og rúmgott og þar fer vel um hópa og fjölskyldur. Leiktæki eru á tjaldsvæðinu en einnig er möguleiki á skemmtilegum göngutúrum og leikjum á svæðinu í kring. Gaman er að ganga uppá klett sem er fyrir ofan svæðið en þaðan er fallegt útsýni yfir svæðið og Borgarfjörðinn.
Verð 2019
Verð: 1.200,- kr. á mann
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.000,- kr.
Frítt fyrir yngri en 16 ára
Rafmagn: 900,- kr.
Setja inn umsögn