Lýsing
Á Reykjum er stórt og opið tjaldsvæði með salernisaðstöðu, rafmagni, grillaðstöðu og litlu leiksvæði fyrir börnin. Á svæðinu er einnig gistiheimili, lítið kaffihús og tvær heitar náttúrulaugar, Grettislaug og Jarlslaug. Við laugarnar er útisturta. Skemmtilegt svæði fyrir einstaklinga sem og hópa, einnig tilvalið fyrir ættarmót.
Setja inn umsögn