Lýsing
Nýja tjaldsvæðið á Patreksfirði er staðsett við Félagsheimili Patreksfjarðar sem sést vel þegar komið er inn í bæinn. Góð aðstaða er í félagsheimilinu fyrir tjaldsvæðið, svo sem salerni, sturtur, þvottavél og þurrkari, aðstaða til eldunar og þvotta. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Hægt er að fá leigðan sal og eldhúsaðstöðu fyrir hópa.
Aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla.
Verð 2020:
Fullorðnir (15 ára og eldri): kr. 1.8500 á mann
Börn að 15 ára: Frítt
3ja daga dvöl: kr. 3.100 á mann
6 daga dvöl: kr. 6.050 á mann
Vikudvöl: kr. 7.200 á mann
Rafmagn hvern sólarhring: kr. 1.300
Þvottavél og þurrkari: kr. 1.400 hvert skipti
Setja inn umsögn