Lýsing
Tjaldsvæðið á Kópaskeri er við innkeyrsluna inn í þorpið. Þjónustuhúsið með tveim vöskum, sturtu og einu salerni blasir við en tjaldsvæðið sjálft er neðan við bakkann. Þar er mjög skjólgott úr öllum áttum nema sunnanátt.
Á tjaldsvæðinu er kolagrill, rafmagnstenglar og þvottasnúra ásamt pikknik borðum.
Á Kópaskeri er heilsugæsla, útibú Lyfju, útibú Landsbankans, Skerjakolla (verslun), vínbúð, hárskeri og Röndin vélaverkstæði.
Á Kópaskeri er Skjálftasetur, Byggðasafn sem er rétt utanvið þorpið, 9 holu púttvöllur, leiktæki og margt fleira. Margar góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og eru sýndar á korti við tjaldsvæðið. Í góðu veðri liggja selir á steinum við ströndina en einnig er fjölbreytt fuglalíf í þorpinu og allt í kring.
Setja inn umsögn