Lýsing
Tjaldsvæðið á Hólmavík er gott tjaldsvæði á besta stað í þorpinu við hlið sundlaugar (íþróttamiðstöðvar) og félagsheimilis. Örstutt í verslun og handverksmarkað. Veitingahús og safn í þægilegu göngufæri ásamt skemmtilegum gönguleiðum með góðu útsýni. Þægilegar dagsferðir á bíl eru norður í Árneshrepp og yfir í Ísafjarðardjúp t.d í Kaldalón.
Ekki er nauðsynlegt að panta gistingu en ef um stærri hópa er að ræða er gott að hafa samband. Þvottavél og þurkari er á svæðinu. Rafmagn er fyrir húsbíla og tjaldvagna. Góð salernisaðstaða og WC losun fyrir húsbíla.
Greitt er fyrir tjaldstæði í íþróttamiðstöðinni.
- Gestir 14 ára og eldri 1.590 kr
- Öryrkjar og ellilífeyrisþegar 920 kr
- Tenging við rafmagn 1.370 kr
- Afnot af þvottavél 770 kr
- Afnot af þurrkara 770 kr
Setja inn umsögn