Lýsing
Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottaaðstaða og rafmagn fyrir húsvagna. Einnig hafa tjaldsvæðagestir aðgang í Lava Hostel þar sem við bjóðum eldurnaraðstöðu og matsal án aukakostnaðar. Hægt er að kaupa sér aðgang í þvottavélar, þurrkara og á internetið. Einnig bókum við í ferðir og það býðst "pick-up" frá Lava Hostel.
Tjaldsvæðið í Hafnarfirði er staðsett í hjarta bæjarins á Víðistaðatúni. Hér er rólegt, huggulegt og fjölskylduvænt. Stutt í alla þjónustu í Hafnarfirði, göngufjarlægð frá miðbænum. Aðeins 10 mínútna akstur í miðbæ Reykjavíkur og 40 mínútna akstur í Leifsstöð.
Setja inn umsögn