Lýsing
Tjaldsvæðið á Grenivík var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.
Í Íþróttamiðstöðinni á Grenivík er nýleg 16,67 m sundlaug, heitapottur, gufuklefi, rækt, samkomu- og íþróttasalur.
Á Grenivík er sparkvöllur og leikvöllur fyrir börnin. Einnig er að finna veitingastað, matvöruverslun, bensínstöð, heilsugæslu (sími: 4604600) og Sparisjóð, en þar er aðgangur að hraðbanka allan sólarhringinn. Á sumrin er stafrækt Útgerðarminjasafn þar sem fiskisaga Grenivíkur er rakin.
Í nágrenni Grenivíkur er Golfvöllurinn í Hvammi og bifreiðaverkstæðið Birnir (sími: 4633172). Einnig er hægt að leigja sér hesta hjá Pólarhestum. Gamli bærinn Laufás er forn torfbær þar sem prestsetur hefur verið frá kristnitöku. Þá eru ýmsar gönguleiðir í nágrenninu.
Opnunartími
20. maí og eitthvað fram á haust.
ATH: Opnunartími tjaldstæðis fer reyndar eftir tíðarfari. Það er opið út september ef veður leyfir
Setja inn umsögn