Lýsing
Tjaldsvæðið er við suðurinnkeyrsluna í bæinn (þegar komið er frá Akureyri) alls 9.500 fermetrar að stærð. Það stendur við hlið íþróttasvæðisins, skólans og Sundlaugar Dalvíkur. Í kring er góð aðstaða til leikja fyrir börn, grasbalar fyrir leiki og boltaspark, gervigras sparkvöllur, körfuboltavöllur og ýmis leiktæki.
Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður.
Hægt er að komast í þvottavél, þurrkara og aðstöðu til að þurrka skóbúnað.
Einnig er rennandi vatn fyrir áfyllingar á vatnstanka og niðurfall fyrir losun ferðaklósetta.
Aldurstakmark er 18 ár nema í fylgd með forráðamönnum. Starfsmenn á vegum tjaldsvæðis munu sjá um að rukka aðgang að tjaldsvæðinu. Þeim tilmælum er þó beint til gesta að hafa samband í síma 625-4775 til að greiða fyrir gistingu og afnot af rafmagni eftir því sem við á ef starfsmenn hafa ekki haft samband fyrir brottför. Í Sundlaug Dalvíkur er einnig að finna upplýsingar um Dalvíkurbyggð og nágrenni og starfsfólk leitast við að aðstoða gesti ef upplýsingar vantar.
Opnunartími:
15. maí til 15. September
Verðakrá 2020:
Gjald fyrir hverja einingu þar sem tveir eða fleiri eru í einingu kostar 2.500 kr. á nótt.
Gjald fyrir hverja einginu þar sem ein er í kostar 1.700 kr. á nótt.
Sturtur og aðgangur að eldhúsi/aðstöðu er innifalin í verði.
Rafmagn er 1.000 kr pr einingu
Þvottavél og þurrkari: 1.000 kr
Setja inn umsögn