Lýsing
Á bak við Hótel Bláfell, við hliðina á leikskólanum, er tjaldstæðið staðsett. Þar er heitt og kalt rennandi vatn og salernisaðstaða. Frábær aðstaða á frábærum stað og allt sem þig vantar í nágrenninu. Stutt í sundlaug, veitingahús, verslun, kaffihús, handverksmarkað, söfn og fleira. Frábært umhverfi fyrir fjölskyldufólk.
Þjónusta í grennd við tjaldsvæðið telur íþróttahús með sundlaug, leiksvæði, útivistarsvæði, veitingahús, steinasafn, fræðasetur, handverksmarkað, banka, pósthús, verslun og bensínstöð.
Gisting: Einstaklingur 1.100,- kr. pr. mann (Tjald / Tjaldvagn / Húsbíll / Hjólhýsi)
Rafmagn 800,- kr. pr. dag
Gistináttaskattur 300,- kr. pr. tjald/húsbíl
Frítt fyrir börn 15 ára og yngri
Setja inn umsögn