Lýsing
Tjaldstæðið á Hofsósi er skjólgott tjaldsvæði með rafmagni og aðstöðuhúsi með köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í hina nýju, margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi.
Ýmis afþreying er í boði á Hofsósi og í sveitum í kring. Má þar nefna gönguferðir um gamla bæinn við Pakkhúsið og bryggjuna, niður í Grafarós og Staðarbjargarvík, fara í sund í hinni margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi, kíkja í Vesturfarasetrið og á Samgönguminjasafnið í Stóragerði. Þórðarhöfði er skammt undan, en gönguferð í Þórðarhöfða er stórkostleg upplifun. Góðir veitingastaðir eru á Hofsósi.
Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.
Opnunartími er frá miðjum maí og fram á haust, en endaleg lokun fer eftir veðri.
Flott aðstaða í fallegu umhverfi.
Setja inn umsögn