Lýsing
Vinaleg bændagisting í fögru umhverfi Vopafjarðar.
Gistihús með 6 tveggja manna herbergjum, fullbúið eldhús, borðstofa, setustofa og 2 snyrtingar. Gott aðgengi fyrir fatlaða, þvottavél til reiðu. Einnig lítil íbúð með sér inngangi, svefnpláss fyrir 4. Tvö sumarhús, 1x4 manna (3 svefnh) og 1x8 (4 svefnh). Gasgrill við hvert hús og leiktæki.
Hestaleiga og veiðileyfi seld í Hofsá (silungasvæði), æskilegt að panta fyrirfram. Sjóstangveiði (8 km), 9 holu golfvöllur (8 km). Útisundlaug og heitir pottar (17 km). Minjasafn/kaffihús á Bustarfelli (20 km). Merktar gönguleiðir t.d. Árvík, Fuglabjargarnes.
Syðri-Vík stendur við veg 917.
Opið: 01.03-31.10.
Búskapur: Kindur, hestar og hundar.
Næsta þéttbýli/verslun/veitingastaður: Vopnafjörður 8 km.
Sundlaug: Selárdalur 14 km.
Gestgjafar Kristín Brynjólfsdóttir
Setja inn umsögn