Lýsing
Tveir heilsársbústaðir Götusel og Sólsetur eru til leigu að Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð.
Götusel er 37 fm. ásamt stórri verönd. Í bústaðnum er svefnaðstaða fyrir 4 í tveimur svefnherbergjum, auk þess er svefnsófi fyrir 2 í stofu og dýnur á svefnlofti. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd.
Húsið er til leigu frá mars og fram í nóv, en lokað yfir vetrarmánuðina.
Sólsetur er 25 fm, byggt 2016 - 2017. Í bústaðnum er eitt svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo. (2 rúm *90 cm, hægt er að setja rúmin saman), auk þess er svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir fjóra. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd.
Húsið er til leigu allt árið.
Húsdýr eru ekki leyfð.
Gestgjafar eru: Gitta Ármannsdóttir og Hafliði Sigurðsson, Linda Andersson og Jónas Leifsson.
Setja inn umsögn