Lýsing
Sveitahótelið Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.
Setja inn umsögn