Lýsing
Boðið er upp á íbúðargistingu að Grundargötu 18, neðstu hæð. Íbúðin er með 3 svefnherbergjum og eru 2 rúm í hverju þeirra. Þannig að gisting er fyrir 6 manns í rúmum (hægt er að útvega aukarúm ef gestir eru fleiri en 6). Einnig er barnarúm i íbúðinni.
Íbúðin er um 95 fm og auk svefnherbergjanna þriggja er stofa, vel útbúið eldhús og baðherbergi með bað og sturtuaðstöðu. Íbúðin er leigð út með uppábúnum rúmum og handklæðum.
Íbúðin hentar vel fyrir stórar fjölskyldur og hópa. Frábært útsýni er yfir höfnina.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Setja inn umsögn