Lýsing
Skúlagarður - hótel og veitingastaður
Skúlagarður var byggður á árunum 1953-1959 sem heimavistarskóli og félagsheimili. Á síðari árum hefur húsinu verið breytt í notalegt sveitahótel.
Gistingin í Skúlagarði býður uppá 17 tveggja manna herbergi með baði (klósetti og sturtu). Með gistingunni fylgir morgunmatur ef bókað er beint af heimasíðunni. Í Skúlagarði er einnig bar, ísbar sem bíður uppá kúluís og veitingastaðurinn Heiðin Restaurant sem er opinn á föstudögum og laugardögum frá 6.júní-1.september frá kl 18-21. Á veitingastaðnum er einungis boðið uppá rétti úr hráefni úr héraði með áherslu á lambakjöt.
Skúlagarður er í miðju Kelduhverfi í 50 km fjarlægð frá Húsavík og 140 km. frá Akureyri. Margar af helstu náttúruperlum Íslands, svo sem Ásbyrgi, Hljóðaklettar og Dettifoss eru í næsta nágrenni. Gönguleiðir í Kelduhverfi og nágrenni eru margar og fjölbreyttar og náttúrufegurð mikil. Við Ásbyrgi er 9 holu golfvöllur. Örstutt frá Skúlagarði er Litlá, vinsæl stangveiðá og ein af bestu silungsám á Norðulandi. Skúlagarður er tilvalinn staður fyrir stóra sem smærri hópa, ættarmót, fundi og ráðstefnur.
Húsráðandi er Salbjörg Matthíasdóttir
Skúlagarður er opinn allan ársins hring.
Upplýsingar og pantanir í síma 465-2280/846-4951 eða á netfang info@skulagardur.com
Setja inn umsögn