Lýsing
Skíðasvæðið á Dalvík er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og býður upp á fjölbreyttar brekkur með tveimur skíðalyftum, en á svæðinu er 1.200 metra löng upplýst brekka. Á skíðasvæðinu er snjóframleiðslukerfi sem gerir skíðasvæðið enn tryggara með snjó en áður. Þegar aðstæður leyfa er troðin göngubraut rétt við skíðasvæðið. Skíðaleiga er á staðnum.
Það er tilvalið að koma til Dalvíkurbyggðar og upplifa kyrrð og ró í faðmi fjallanna.
Upplýsingar: Skíðasvæðið: 466-1010 www.skidalvik.is
Setja inn umsögn