Lýsing
Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 km fjarlægð. Hvert sem litið er blasir við stórkostleg náttúrufegurð Eyjafjarðarsveitar.
Tveir bústaðir eru 30 fermetrar, með einu svefnherbergi með 2 hágæða uppábúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, stofu með flatskjá og svefnsófa og einu rúmi sem hægt er að afmarka með skilrúmi. Einnig er eldhúskrókur í stofunni með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Gólfhiti er í öllum herbergjum í húsunum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.
Þriðji bústaðurinn er 40 fermetrar, með tveimur svefnherbergjum, einu með hjónarúmi og einu með kojum. Í báðum herbergjum eru granddýnur frá Ragnari Björnssyni eins og í hinum húsunum. Baðherbergið er með sturtu, stofan með flatskjá og svefnsófa og rúmgóðum eldhúskrók með eldavél (með bakaraofni), ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Húsið er með veggofnum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.
Sameiginlegur heitur pottur með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum. Greiðfært er til Akureyrar alla daga ársins. Hægt er að óska eftir barnarúmum. Ókeypis bílastæði við húsin. Morgunverður í boði. Frítt WiFi. Móttaka frá kl 15:00 - 23:00. Húsin þarf að losa kl 11:00 á brottfarardegi.
Veitingaþjónusta fyrir gistigesti.
Íbúð á efri hæð á tveggja hæða húsi. Uppgangan er björt og með handriði öðrum megin. Fataskápur fyrir yfirhafnir er á stigapallinum. Skógrind er á neðri hæðinni þar sem gengið er inn.
Á hæðinni eru þrjú svefnherbergi, tvö tveggja manna herbergi með tveimur hágæða uppábúnum rúmum og eitt þriggja manna. Herbergin eru misstór og er minnsta herbergið (ekki sérinngangur) inn af þriggja manna herberginu. Í einu herbergi er fataskápur en í hinum herbergjunum eru snagar og fatastandur.
Stofan er mjög stór en þar geta gist 6 manns í tveimur uppábúnum rúmum, og tveimur svefnsófum. Þar er 55 tommu sjónvarp með myndlykli frá Símanum, dvd spilari, borðstofuborð og setukrókur.
Eldhúsið er afar rúmgott með öllum tækjum sem prýðir fullbúið heimili, s.s. eldavél, uppþvottavél, ísskápur, frystiskápur, örbylgjuofn, ristavél, kaffivél, hraðsuðuketill og borðbúnaður fyrir 12 manns.
Baðherbergið er með baðkari með sturtu (og hárþurrku).
Setja inn umsögn