Lýsing
Sauðafell er bær í Miðdölum og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í Landnámu, kemur við sögu í Sturlungu og var einnig sögusvið atburða á síðaskiptatímanum.
Sauðafell Guesthouse býður upp á gistingu í ný uppgerðu gömlu húsi frá 1897.
Húsið er á tveimur hæðum og hægt að velja milli 6 herbergja með uppbúnum rúmum. Eldhúsið er vel útbúið, stór stofa og 3 baðherbergi með sturtu.
Wi-Fi er innifalið.
Setja inn umsögn