Lýsing
LÚXUSSTÚDIÓÍBÚÐIR MEÐ SÉRVERÖND.
Eldhúsaðstaða með tveimur hellum, örbylgjuofni, ísskáp og uppþvottavél.
Kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og borðbúnaður fyrir fjóra.
Fyrir pör og smærri fjölskyldur. Í íbúðunum er svefnaðstaða fyrir fjóra.
Baðherbergi með sturtu.
Tvö 90 sm. rúm. Í íbúðum með heitum potti er ferðarúm af stærðinni 135 x 195 sm.
Gestir í stúdióíbúðum hafa aðgang að þvottahúsi í þjónustumiðstöð.
Sjónvarp og ókeypis þráðlaus nettenging.
Reykingar og dýrahald er ekki leyft. Gott aðgengi er á svæðinu og næg bílastæði.
NÚTÍMALEG OG GLÆSILEG HÚS.
Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa og eldhús.
Tvö hjónaherbergi og í því þriðja er koja fyrir þrjá (tvíbreið neðri koja).
Verönd með húsgögnum, gasgrilli og heitum potti.
Baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara.
Fullbúið eldhús með eldavél og ofni, örbylgjuofni, ísskáp og uppþvottavél.
Kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og borðbúnaður fyrir tíu.
Sjónvarp, DVD-spilari og ókeypis þráðlaus nettenging.
Reykingar og dýrahald er ekki leyft. Gott aðgengi er á svæðinu og næg bílastæði.
Setja inn umsögn