Lýsing
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.
Hestatengd ferðaþjónusta
Nordic Natura býður upp á hestaferðir af ýmsum toga, lengri og styttri ævintýraferðir þar sem bæði reyndir og óreyndir hestamenn geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á ferðir bæði í Vatnajökulsþjóðgarði við Ásbyrgi sem og á Melrakkasléttu.
Opnunartími: 15. júní - 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk
Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ásbyrgi - Vesturdalur - Hólmatungur - Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.
Tímabil: júní - september
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Dagsferðir með Nordic Natura
Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.
Jeppaferðir. Tímabil: júní - mars (Fer eftir tegund ferðar)
Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
Setja inn umsögn