Lýsing
Gisting í þremur húsum fyrir 20-22 gesti í uppbúnum rúmum. Þar af 8 manns í 2ja manna herbergjum, hvert með sér baðherbergi og aðgang að eldhúsi og útiböðum. 12-14 í eins og tveggja manna herbergjum og einu 3ja manna herbergi ásamt sameiginlegum baðherbergjum og aðgangi að eldhúsum. Útiböð eru með hveravatni í steinhlöðnum baðstað.
9 holu golfvöllur, Reykholtsdalsvöllur, er á bænum.
Veitingastofa er í golfskála með aðstöðu til veisluhalds fyrir allt að 50 manns í sæti og þar er einnig hægt að leika snóker.
Setja inn umsögn