Lýsing
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald.
Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu.
Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús.
Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt.
Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús.
Kíkið á hengifoss.is og east.is/is
Setja inn umsögn