Lýsing
Gistiheimilið Melar er fjölskyldurekið gistihús á Kópaskeri, litlu þorpi við Öxarfjörð norður við heimskautsbaug.
Húsið, sem er elsta íbúðarhús þorpsins, er í uppbyggingu frá grunni en það var upprunalega byggt árið 1930. Í sumar 2020, er hægt að leigja stúdíóíbúð á jarðhæð hússins.
Á sjávarkambinum við gistiheimilið Mela eru heitir pottar, Bakkaböðin, en þar býðst gestum að fara í heita potta og sjóböð við óviðjafnanlegar aðstæður. Þar er fuglalíf fjölskrúðugt, birtan einstök og kyrrð og hrjóstrug náttúran ræður ríkjum.
Svæðið er einstakt hvað varðar fjölbreytileika í fuglalífi og fuglaskoðunarhús er í þorpinu.
Þorpið Kópasker er í um klukkustundarakstur frá Húsavík, í um 37 km fjarlægð frá Ásbyrgi og Hljóðaklettum og um 60 km fjarlægð frá Dettifossi. Þorpið er hluti af Norðurstrandaleiðinni sem nýtur vaxandi athygli ferðamanna sem kjósa að ferðast og upplifa fáfarnari slóðir á norðurhluta Íslands. Í stuttum bíltúr frá Kópaskeri má keyra að heimskautsbaugnum, heimsækja Raufarhöfn með sitt Norðurheimskautsgerði og skoða fjörur og fuglabjörg á Melrakkasléttunni.
Einnig má njóta norðurljósanna við bestu mögulegar aðstæður þegar þau skína í sveitunum í kringum Kópasker. Stúdíóíbúðin er í leigu sumarið 2020 frá 1. júní til lok ágústmánaðar.
Setja inn umsögn