Lýsing
Magma Hotel og Bistro 1783 er staðsett í Landbroti, um 3 kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Við bjóðum upp á 25 rúmgóð herbergi í nútímalegum stíl. Útsýnið frá herbergjunum er magnað, þar sem horft er yfir stórbrotið umhverfi í kringum hótelið: vatn, hraun, fjöll og jökla.
Hótelið tók á móti sínum fyrstu gestum sumarið 2017 og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Það er óhætt að segja að Magma Hotel sé á topp 10 yfir bestu hótel Íslands, sé tekið mið af endurgjöfum viðskiptavina á TripAdvisor og Booking.com.
Veitingastaður Magma Hótels, Bistro 1783 er skírður eftir árinu er gosið í Lakagígum hófst. Útsýnið frá veitingastaðnum er einstakt og höfum við lagt áherslu á að skapa þægilega og afslappaða stemmningu. Matseðillinn er ekki stór en við mætum þörfum allra með sveigjanleika og þjónustulund. Það sem við bjóðum upp á er gert úr fersku gæðahráefni og lögð er áhersla á að sem mest komi frá nærumhverfi hótelsins.
Finndu okkur á Facebook hér
Finndu okkur á Instagram hér
Finndu okkur á TripAdvisor hér
GPS: 63.7847° N, 18.0150° W
Setja inn umsögn