Lýsing
Við bjóðum upp á gistingu í 2-4 manna stúdíóherbergjum, þar sem hvert herbergi státar af sér inngangi, sér baðherbergi og sér eldunaraðstöðu.
Öll eldhús eru fullbúin. Fjögur stúdíóherbergi eru í hverju húsi. Við erum einnig með tvo bústaði með verönd sem hvor um sig hefur gistipláss fyrir allt að fjóra.
Öll rúm eru uppábúin og handklæði eru á herbergjum. Frítt Wifi er á staðnum.
Lækjaborgir gistihús er staðsett á bóndabænum Kálfafelli 1b, 26 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur í rólegu umhverfi sveitarinnar. Stutt er frá þjóðvegi 1 heim að bænum. Við bjóðum ykkur velkomin að Lækjaborgum.
Bendum á heimasíðuna okkar www.laekjaborgir.com
Setja inn umsögn