Opnaður hefur verið nýr ferðavefur gista.is til að auðvelda Íslendingum að finna og bóka gistingu á ferð sinni um landið.
Við hönnun og smíði vefsins var haft að markmiði að safna saman á einn stað öllum tegundum gistinga og auðvelda notendum að finna hentuga gistingu og hafa samband við gististaðina beint til að fá nánari upplýsingar og bóka gistingu.
Grunnskráning er ókeypis fyrir alla og verður boðið upp á ýmsa valkosti seinna til þess að gera skráningar sýnilegri og meira áberandi.
Vefnum er skipt upp eftir tegundum gistinga á öllum helstu svæðum landsins. Notendur geta kallað fram lista og kort yfir mögulega gististaði eftir tegund gistingar og svæðum og flokkað niðurstöðurnar til þess að finna gistingu sem hentar best. Á síðu hvers gististaðar eru allar upplýsingar til þess að hafa samband.
Á döfinni er að bæta við opnunartímum, herbergjafjölda, fjölda rúma, verðlistum, bókunarformum, afþreyingu, tilboðum o.fl.
Vefurinn er í eigu og á ábyrgð Veftorgs sem hefur sinnt vefþjónustuverkefnum í yfir 24 ár og unnið þúsundir verkefna fyrir stór og smá íslensk og erlend fyrirtæki.
Smelltu hér til að skrá gististað.