Lýsing
Íbúðirnar eru glæsilegar, rúmgóðar og mjög vel innréttaðar. Stórar svalir út frá eldhúsi með útsýni yfir á Ráðhústorg og Pollinn. Stofurnar eru rúmgóðar með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Stórt og fullbúið eldhús með eldhústækjum frá AEG. Rúm eru frá Betra Bak og lín frá Svefn og Heilsu. Á fyrstu hæð eru læstir og sérmerktir geymsluskápar fyrir hverja íbúð sem henta fyrir skíði, golfsett o.s.frv Í húsinu eru þrjár íbúðir með gistingu fyrir 14 gesti í einu. Íbúðirnar eru í miðbænum og í göngufæri við alla helstu þjónustu, veitingastaði og kaffihús. Gestamóttaka er í CENTER APARTMENT HOTEL að Brekkugötu 1B.
Íbúð 1) Eins svefnherbergja íbúð: Eitt svefnherbergi fyrir tvo gesti og hágæða svefnsófi frá LÚR í stofu fyrir tvo gesti. Alls gisting fyrir fjóra gesti.
Íbúð 2) Tveggja svefnherbergja íbúð: Tvö svefnherbergi fyrir alls fjóra gesti.
Íbúð 3) Þriggja svefnherbergja íbúð: Þrjú svefnherbergi fyrir alls sex gesti.
Setja inn umsögn