Lýsing
Our Guesthouse er staðsett í miðbæ Akureyrar. Umferðarmiðstöð SBA á jarðhæð hússins og örstutt í helstu veitingastaði og verslanir. WiFi er ókeypis og einnig ókeypis bílastæði við húsið. Gestir hafa aðgang að eldhúsi þar sem er í boði frítt kaffi og te einnig er til staðar ískápur, örbylgjuofn, brauðrist, grill og allur búnaður sem þarf. Engin eldavél eða bakarofn enda er eldhúsið hugsað meira sem aðstaða fyrir morgunmat og kaffi/te. Svalir frá eldhúsi í austur með glæsilegu útsýni.
Our Guesthouse er með 5 herbergi sem hafa aðgang að tveim sameiginlegum baðherbergjum, þar af er eitt herbergið 6 manna dormitory. Einu studio með sér baðherebergi. Einni svítu með sér baðherbergi og svölum á móti suðri. Íbúð sem tekur allt að 8 manns, með svölum í austur og suður, glæsilegt útsýni.
Boðið er upp á hágæðarúm frá Betra bak, dúnsængur og -kodda frá fyrirtækinu Quilts of Denmark og handklæði og rúmföt úr 100% lífræni bómull frá íslenska hönnuðinum Scintilla http://www.scintillalimited.com/index.php?route=product/category&path=79
Setja inn umsögn