Lýsing
Falleg fjallasýn og náttúrufegurð einkenna umhverfi Ljósafossskóla sem er staðsettur við Þingvallaveg í 70 km fjarlægð frá Reykjavík og í 20 km fjarlægð frá Selfossi.
Frá árinu 2014 hefur Ljósafossskóli verið starfræktur sem gistiheimili með 20 herbergi sem rúma allt að 50 gesti og hús á lóðinni sem rúmar 5-7 gesti í gistingu.
Við erum staðsett í "Gullna hringnum" og eru því fjölmargir áhugaverðir og fallegir staðir í næsta nágrenni sem gaman er að skoða.
Það er stutt í verslun og þjónustu þar sem Selfoss er í 20 km fjarðlægð frá okkur.
Í skólanum er mjög rúmgóður og bjartur salur sem tekur allt að 70 manns í sæti og hentar því mjög vel fyrir td. afmæli, útskriftarveislur, fermingar, óvissuferðir, hvataferðir, starfsmannahópa, skólahópa, ættarmót, ráðstefnur og eða fundi.
Mjög rúmgott, fullbúið eldhús er í boði fyrir hvers kyns veisluhöld.
Íþróttasalurinn hjá okkur hefur verið mjög vinsæll hjá börnum á öllum aldri og einstaklega heppilegur þegar veislur eru haldnar og fullorðna fólkið vill ræða saman í ró og næði.
Íþróttasalurinn er einnig leigður út sér fyrir þá sem vilja hittast til að keppa eða bregða á leik. Einnig getur hann verið hentugur fyrir skólahópa eða æfingabúðir yngri flokka.
9 holu golfvöllur er staðsettur í um 100 m fjarðlægð öllum að kostnaðarlausu.
Við leggjum áherslu á persónulega og góða þjónustu.
Setja inn umsögn